Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 04. mars 2020 15:56
Elvar Geir Magnússon
Dagný tryggði Íslandi sigur - Fyrirgjöf varð að marki
Dagný Brynjarsdóttir skoraði.
Dagný Brynjarsdóttir skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt hreinu.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt hreinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 0 Norður-Írland
1-0 Dagný Brynjarsdóttir ('24)

Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu unnu sigur gegn Norður-Írlandi í dag. Ísland er í 18. sæti heimslistans en Norður-Írland er númer 56. Þetta var fyrsti leikur liðanna á Pinatar æfingamótinu á Spáni en Skotland og Úkraína keppa einnig á mótinu.

Dagný Brynjarsdóttir kom Íslandi yfir á 24. mínútu þegar fyrirgjöf hennar frá hægri sveif yfir markvörð andstæðingana og í netið.

Norður-Írland hefði getað jafnað fyrir hálfleik en Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sextán ára markvörður Íslands, átti mjög flotta vörslur. Cecilía spilar fyrir Fylki og varð yngsti markvörður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi með því að spila í dag.

Eftir tæplega klukkutíma leik var Rakel Hönnudóttir nálægt því að tvöfalda forystu Íslands en Norður-Írar náðu með naumindum að bjarga.

Stelpurnar okkar náðu að sigrast á nokkurri pressu norður-írska liðsins í lokin og fögnuðu að lokum 1-0 sigri. Cecilía, Hildur Antonsdóttir og Natasha Anasi léku sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland.

Ísland mætir svo Skotlandi á laugardag og Úkraínu á þriðjudag

Lið Íslands:
Byrjunarlið Íslands
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir (F)
(46. Sigríður Lára Garðarsdóttir)
Dagný Brynjarsdóttir
(46. Natasha Anasi)
Rakel Hönnudóttir
(84. Hildur Antonsdóttir)
(65. Agla María Albertsdóttir)
Hlín Eiríksdóttir
(65. Svava Rós Guðmundsdóttir)
Fanndís Friðriksdóttir
(65. Sandra María Jessen)
Elín Metta Jensen


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner