Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 04. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juventus gengur frá kaupum á McKennie (Staðfest)
Ítalska stórliðið Juventus hefur staðfest að félagið sé búið að ganga frá kaupum á bandaríska miðjumanninum Weston McKennie.

McKennie hefur verið á láni hjá Juventus frá Schalke á þessu tímabili og staðið sig vel.

Juventus borgar fyrir hann 18,5 milljónir evra.

McKennie hefur spilað 31 leik í öllum keppnum á þessu tímabili og skorað fimm mörk.

Þessi bandaríski landsliðsmaður skrifa undir samning til 2023 við Juventus sem er í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner