Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. apríl 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fleiri en 150 félög skrifa undir mótmælabréf
Frá heimavelli Darlington sem leikur í <i>National League North</I> á Englandi. Ekki er búið að aflýsa þeirri deild.
Frá heimavelli Darlington sem leikur í National League North á Englandi. Ekki er búið að aflýsa þeirri deild.
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fleiri en 150 félög í neðri deildunum á Englandi, bæði karla- og kvenna, hafa skrifað undir mótmælabréf til enska knattspyrnusambandsins eftir að keppni í deildunum fyrir neðan National League deildunum var aflýst og öllum úrslitum eytt.

National League eru sem sagt fimmta og sjötta efsta deild í karlaflokki á Englandi. Það sama gerist í kvennadeildunum fyrir neðan úrvalsdeild og Championship á Englandi. Engin félög munu falla og komast upp um deild.

Félögin eru ósátt með þá ákvörðun að aflýsa tímabilinu, en sú ákvörðun var tekin þann 26. mars síðastliðinn.

Félögin vilja að málið verði rætt frekar áður en endanleg ákvörðun er tekin. Staðfesta á ákvörðunina á sérstöku þingi knattspyrnusambandsins í næstu viku.

Það er ósætti með það hversu lítil samskipti voru frá knattspyrnusambandinu áður en ákvörðunin var tekin. Félögin skilja að ákvörðunin var tekin með það að leiðarljósi að minnka fjárhagslega óvissu, en einnig vilja þau meina að ákvörðunin verði til þess að félög muni verða fyrir fjárhagslegum tekjumissi.

Nánar er hægt að lesa um málið hérna.
Athugasemdir
banner
banner