Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. maí 2021 14:47
Hafliði Breiðfjörð
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Uber á Íslandi og gulur bíll!
Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ímyndum okkur breytta stöðu á leigubílamarkaði. Uber fær leyfi til að stunda starfsemi á Íslandi, en þar sem fyrirtækið er erlent þarf það ekki að greiða skatta hér á landi eða fara eftir íslenskum lögum um leigubílaþjónustu. Bílstjórar þeirra mega selja áfengi og hægt er að veðja á íþróttaviðburði hjá þeim.

Á sama tíma hefur verið tekin ákvörðun um að íslenska ríkið muni reka fyrirtækið Ríkisleigubílar ohf. Um verður að ræða útbreiddustu leigubílaþjónustu landsins en til að tryggja starfsemina mun ríkið leggja fyrirtækinu til milljarða á hverju ári.

Ríkið mun einnig starfsrækja eftirlitsstofnunina Leigubílanefnd. Hún mun fylgjast með starfsemi íslenskra einkarekinna leigubílaþjónusta. Sekta og ávíta leigubílafyrirtæki ef þeim þykir þau ekki fara eftir reglum sem Uber þarf ekki að fara eftir.

En þar sem það er ójafnt gefið í þessum leik, hefur ríkið ákveðið að greiða íslensku einkareknu leigubílafyrirtækjunum 400 milljónir á ári í sérstakan styrk. Styrkurinn gildir um öll leigubílafyrirtæki nema þau sem eiga gula bíla. Vissulega eru þau í samkeppni við hin fyrirtækin en ráðherra fílar ekki gula bíla.

Vissulega væri þetta fáránlegt ef þessi staða kæmi upp. En ég setti hana svona upp til að undirstrika fáránleikann á íslenskum fjölmiðlamarkaði.

Fjölmargir sem ég ræði við í hverri viku skilja ekki út á hvað barátta mín fyrir jafnri stöðu á fjölmiðlamarkaði gengur. Ég vona að með svona myndlíkingamáli hjálpi það til.

Þið getið skipt út Uber fyrir samfélagsmiðlana (Facebook, Google og svo framvegis), Ríkisleigubílar fyrir Ríkisútvarpið, Leigubílanefnd fyrir Fjölmiðlanefnd og fyrirtækið sem á gulu leigubílana er Fótbolti.net.

Já það er nefnilega þannig að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ákvað á síðasta ári að greiða íslenskum fjölmiðlum 400 milljónir króna í styrk með reglugerð en taka sérstaklega fram að fjölmiðill eins og Fótbolti.net sem fjallar um íþróttir yrði undanskilinn.

Lilja er núna að hefja kosningabaráttu og reynir mikið að benda opinberlega á eigið ágæti. Hún tjáir sig hvergi um þetta högg sem hún reiddi fram gegn Fótbolta.net.

Rekstrarumhverfi Fótbolta.net hefur þó verið erfitt í Covid eins og hjá öðrum. Þrátt fyrir það jókst umfjöllun okkar á sama tíma og um 120 þúsund manns heimsækja vefinn vikulega. Við settum af stað styrktarkerfi á síðasta ári til að reyna að tryggja reksturinn til framtíðar. Um 300 manns styrkja vefinn mánaðarlega og vegna þeirra styrkja komumst við í gegnum síðustu mánaðarmót. Fótbolti.net var í boði lesenda í apríl!

Ég vil hvetja ykkur sem eigið það eftir að skrá ykkur í mánaðarlegan styrk til Fótbolta.net. Það tryggir áframhaldandi umfjöllun og þið getið litið á það sem hóflegt áskriftargjald.

Smelltu hér til að kynna þér styrktarkerfið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner