Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 04. júní 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klára seinni hálfleikinn 10. júni
Mynd: Getty Images
LaLiga á Spáni mun hefjast 11. júní og Segunda deildin degi seinna. Viðureign Rayo Vallecano og Albacete mun þó fara fram þann 10. júní.

Ljúka þarf þeim leik því hann var flautaður af í hálfleik þegar leikurinn fór fram þann 15. desember.

Roman Zozulya, úkraínskur leikmaður Albacete, varð fyrir rasísku aðkasti frá stuðningsmönnum Rayo og þurfti að flauta að leikinn af.

Zozulya er fyrrum úkraínskur landsliðsmaður og kom hann að láni til Rayo frá Betis árið 2017. Stuðningsmenn Rayo boluðu honum í burtu vegna meintra öfga-hægrisinnaðra skoðana hans sem hann hefur í kjölfarið neitað fyrir.

Bæði félög báðu Jose Antonio Lopez Toca, dómara leiksins í desember, um að flauta leikinn af í hálfleik. Seinni hálfleikurinn mun fara fram eftir viku en staðan í leiknum var 0-0. Leikurinn verður fyrsti keppnisleikurinn á Spáni í kjölfarið á heimsfaraldrinum.
Athugasemdir
banner
banner