Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   sun 04. júní 2023 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man eftir tapi gegn York: Ótrúlegt að berjast um þrennuna
Mynd: EPA

Stuðningsmenn enska stórveldisins Manchester City eru himinlifandi eftir sigur gegn nágrönnunum í Manchester United í úrslitaleik FA bikarsins í gær.


Man City tryggði sér þar með tvennuna á Englandi með því að sigra bæði úrvalsdeildina og bikarinn og getur félagið unnið sinn fyrsta Meistaradeildartitil þegar liðið mætir Inter í úrslitaleik um næstu helgi. Það yrði söguleg þrenna fyrir City sem var í þriðju deild enska boltans fyrir svo lítið sem 25 árum síðan.

Ben Richardson hefur verið stuðningsmaður City heillengi og rifjaði hann fortíðina stuttlega upp eftir sigurinn á Wembley í gær.

„Mig hefði aldrei getað dreymt þetta sem krakki. Ég man fyrir 25 árum þegar ég sá liðið tapa á útivelli í York. Núna er staðan önnur þar sem ég er á leið til Tyrklands að horfa á úrslitaleik Meistaradeildarinnar! Vonandi vinnum við þrennuna," sagði Richardson við BBC, kátur eftir sigurinn. 


Athugasemdir
banner
banner