Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. október 2020 23:29
Ívan Guðjón Baldursson
Marc Roca kominn til FC Bayern (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
FC Bayern er búið að staðfesta kaup á spænska miðjumanninum Marc Roca sem kemur frá Espanyol fyrir um 15 milljónir evra í heildina.

Roca er 23 ára gamall og á 8 leiki fyrir yngri landslið Spánar að baki en hann er uppalinn hjá Espanyol.

Roca er djúpur miðjumaður og er fenginn til að auka breiddina eftir að Thiago Alcantara var seldur til Liverpool. Hann mun taka stöðu Javi Martinez í hópnum sem gæti verið á förum frá félaginu á frjálsri sölu.

Það eru nokkrir öflugir miðjumenn hjá Bayern fyrir, á borð við Corentin Tolisso og Leon Goretzka.

Roca á 121 leik að baki fyrir Espanyol og spilaði næstum alla leiki liðsins er það féll úr efstu deild á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner