Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 04. október 2024 08:47
Elvar Geir Magnússon
PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd
Powerade
Framtíð Mo Salah er óljós.
Framtíð Mo Salah er óljós.
Mynd: Getty Images
Tekur Tuchel við Man Utd?
Tekur Tuchel við Man Utd?
Mynd: EPA
Síðasta umferðin fyrir landsleikjaglugga verður spiluð um helgina svo við hvetjum lesendur til að njóta helgarinnar til hins ítrasta! Hér er slúðurpakki dagsins mættur.

Paris St-Germain leiðir kapphlaupið um að fá egypska framherjann Mohamed Salah (32) og mun reyna að freista hans með þrigga ára samningi. Samningur Salah við Liverpool rennur út í lok tímabilsins. (Sun)

Liverpool horfir til Karim Adeyemi (22) hjá Borussia Dortmund sem hugsanlegan arftaka Salah og er tilbúið að gera rúmlega 40 milljóna punda tilboð í Þjóðverjann. (Bild)

Real Madrid hefur þegar haft samband við enska varnarmanninn Trent Alexander-Arnold (25). Spænska félagið reynir að lokka hann frá Liverpool í lok tímabilsins. (Relevo)

Thomas Tuchel og Massimiliano Allegri eru ofarlega á lista Manchester United þar sem þeir íhuga að reka stjórann Erik ten Hag. (Teamtalk)

Manchester United er að undirbúa tilboð upp á um 34 milljónir punda í Kerem Akturkoglu (25), tyrkneskan kantmann Benfica. (Fichajes)

Liverpool er tilbúið að losa Japanann Wataru Endo (31) í janúar þar sem félagið ætlar að fá yngri varnarsinnaðan miðjumann. (Football Insider)

Newcastle United er líklegt til að reyna aftur við enska miðvörðinn Marc Guehi (24) í janúar með von um að Crystal Palace sé þá viljugra til að selja hann. (Mail)

Chelsea hefur áhuga á Jhon Duran framherja Kólumbíu (20) en Aston Villa vill fá meira en 80 milljónir punda fyrir hann. (Teamtalk)

Barcelona og Juventus fylgjast með stöðu argentínska vængmannsins Alejandro Garnacho (20) en Manchester United er sagt meta leikmanninn á 50 milljónir punda. (Sun)

Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, er mögulegur til að taka við af Sean Dyche sem stjóri Everton þegar Dan Friedkin er búinn að eignast félagið. (Football Insider)

Atletico Madrid vill fá Ben Chilwell (27) varnarmann Chelsea og Englands. (Teamtalk)

Newcastle United er á meðal þeirra líklegustu til að fá kanadíska framherjann Jonathan David (24) frá Lille. (GiveMeSport)

Norski framherjinn Erling Haaland (24) ætlar að skrifa undir nýjan samning við Manchester City en vill bæta við 100 milljóna punda riftunarákvæði. (Teamtalk)

Barcelona gerir kaup á Haaland í sumarglugganum 2025 að forgangsverkefni sínu. (Sport)

Sir Jim Ratcliffe mun mæta á leik Manchester United gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn en vangaveltur um framtíð knattspyrnustjórans Erik ten Hag aukast. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner