Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   mán 04. nóvember 2024 21:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís aftur á toppinn - Áslaug og Katla féllu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað þegar Bayern fékk Frankfurt í heimsókn í þýsku deildinni í kvöld.


Bayern fékk vítaspyrnu snemma leiks en Georgia Stanway brenndi af. Pernille Harder kom boltanum í netið eftir rúmlega hálftíma leik og Bayern var með forystuna þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Frankfurt tókst að jafna metin og fleiri mörk urðu ekki skoruð. Bayern er á toppnum með 19 stig eftir átta umferðir. Liðið er með jafn mörg stig og Wolfsburg sem lagði Freiburg af velli í gær.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir var í byrjunarliði Örebro sem tapaði 4-0 gegn Hacken á útivelli í sænsku deildinni. Katla María Þórðaradóttir kom inn á sem varamaður.

Þetta tap þýðir að liðið er fallið en Örebro er í 13. og næst neðsta sæti með 19 stig, fjórum stigum frá fallumspilssæti fyrir lokaumferðina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner