Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 04. desember 2020 16:27
Hafliði Breiðfjörð
KSÍ skoðar framkomu Jóns Þórs í fögnuði Íslands
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari Íslands.
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tryggði sér sæti á Evrópumóti kvenna 2022 á þriðjudagskvöldið eftir sigur á Ungverjalandi ytra og hagstæðum úrslitum þá um kvöldið.

Í fögnuði um kvöldið var áfengi haft um hönd og þá komu upp atvik. Jón Þór Hauksson þjálfari íslenska liðsins var undir áhrifum áfengis og þótti hafa farið yfir strikið í samræðum við leikmenn sem sumar voru í uppnámi.

„Varðandi þetta kvöld að þá áttu sér stað samtöl milli þjálfara og leikmanna sem hefðu vissulega ekki átt að eiga sér stað á þessum tímapunkti og við þessar aðstæður," sagði Jón Þór við Fótbolta.net í dag.

„ Ég tók þátt í að fagna okkar árangri og eftir á að hyggja voru það mistök. Ég hef rætt við hluta þeirra leikmanna sem ég átti þessi samtöl við og beðist afsökunar."

Fótbolti.net hefur undanfarna daga fengið fjölda ábendinga um uppákomuna og leitaði í morgun viðbragða frá KSÍ vegna málsins.
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri sambandsins var til svara. Auk þess að spyrja út í framkomu Jóns Þórs óskaði Fótbolti.net svara um áfengisdrykkju í landsliðsferðum og í kringum leikmenn í hópnum sem ekki eru sjálfráða. Klara vildi ekki svara erindinu efnislega á þessum tímapunkti.

„Við höfum heyrt af þessu og erum með þetta mál í skoðun hjá okkur. Meðan það er í skoðun og við erum að afla upplýsinga munum við ekki svara efnislega á þessum tímapunkti," sagði Klara við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner