Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   lau 04. desember 2021 16:58
Aksentije Milisic
England: Origi kom Liverpool til bjargar - Fyrsti sigur Newcastle
Wilson tryggði Newcastle sigur.
Wilson tryggði Newcastle sigur.
Mynd: EPA
Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en fyrr í dag vann West Ham frábæran sigur á Chelsea í Lundúnarslag.

Á Molineux vellinum í Wolves áttust við heimamenn og Liverpool. Leikurinn var fjörugur þrátt fyrir að mörkin hafi vantað framan af.

Wolves var mjög baráttuglatt í þessum leik og átti í fullu tréi við Liverpool. Liverpool fékk nokkur ágætis færi í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það átti liðið ekki eitt einasta skot á markið í fyrri hálfleiknum.

Liverpool stjórnaði leiknum í síðari hálfleiknum en heimamenn voru öflugir í skyndisóknum með Adama Traore fremstan í flokki. Í þau skipti sem Wolves komst í færi þá var oftar en ekki flögguð rangstaða en gestirnir héldu hárri línu.

Diogo Jota, fyrrum leikmaður Wolves, fékk lang besta færi leiksins og það var sankallað dauðafæri. Eftir að Jose Sa, markvörður Wolves, fór í skógarferð þá komst Jota einn í gegn á móti tveimur varnarmönnum Wolves sem fóru á línuna. Jota þurfti einungis að leggja boltann í netið en hann skaut í Connor Coady sem bjargaði á marklínunni.

Sadio Mane fékk dauðafæri undir loks leiks en Jose Sa varði frábærlega frá honum í horn. Liverpool reyndi hvað það gat til að skora og það tókst á 94. mínútu leiksins. Divock Origi kom þá liðinu til bjargar en hann skoraði eftir undirbúning frá Mohamed Salah.

Frábær sigur hjá Liverpool sem fer í efsta sæti deildarinnar, tímabundið hið minnsta.

Newcastle vann sinn fyrsta sigur í deildinni en liðið lagði Burnley af velli á heimavelli. Callum Wilson skoraði þá en Nick Pope, markvörður gestanna, hafði misst boltann út í teiginn. Wilson kláraði færið mjög vel.

Þá gerðu Southampton og Brighton 1-1 jafntefli en Brighton jafnaði leikinn seint í uppbótartímanum. Neil Maupey jafnaði á áttundu mínútu uppbótartímanns. Hann fagnaði markinu með að sussa á stuðningsmenn Southampton.

Wolves 0-0 Liverpool
0-1 Divock Origi ('90)

Newcastle 1 - 0 Burnley
1-0 Callum Wilson ('40 )

Southampton 1 - 1 Brighton
1-0 Armando Broja ('29 )
1-1 Neil Maupey ('90)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner