Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. desember 2021 19:52
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Fimm marka veisla í Dortmund - Lewandowski hetja Bayern
Robert Lewandowski skoraði tvö
Robert Lewandowski skoraði tvö
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Borussia D. 2 - 3 Bayern
1-0 Julian Brandt ('5 )
1-1 Robert Lewandowski ('9 )
1-2 Kingsley Coman ('44 )
2-2 Erling Haland ('48 )
2-3 Robert Lewandowski ('77 , víti)

Bayern München vann Borussia Dortmund, 3-2, er liðin áttust við í stórleik helgarinnar í Þýskalandi í dag. Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið úr víti þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum.

Heimamenn fóru vel af stað og komust yfir strax á 5. mínútu með marki frá Julian Brandt. Jude Bellingham var með boltann á vinstri vængnum, fann Brandt sem var á leið inn í teiginn. Brandt lék svo á Manuel Neuer áður en hann skoraði.

Forysta Dortmund varði ekki lengi. Lewandowski jafnaði metin fjórum mínútum síðar eftir sendingu frá Thomas Müller. Kingsley Coman nýtti sér þá mistök í teig Dortmund í öðru marki liðsins undir lok fyrri hálfleiks. Raphael Guerreiro ætlaði að hreinsa boltann úr teignum en boltinn fór af Mats Hummels og fyrir Coman sem skoraði úr færinu.

Erling Braut Haaland jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks með laglegu marki. Boltinn barst til hans vinstra megin í teignum áður en hann skrúfaði hann í hægra hornið.

Sigumarkið kom á 77. mínútu frá Lewandowski úr vitaspyrnu eftir að Hummels handlék knöttinn innan teigs. Marco Rose, þjálfari Dortmund, var brjálæður yfir dómnum og taldi hann ekki sanngjarnan þar sem Hummels var ekki í jafnvægi þegar hann handlék boltann. Rose var rekinn upp í stúku í kjölfarið.

Lokatölur 3-2 fyrir Bayern sem er nú með fjögurra stiga forystu á Dortmund á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner