Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 04. desember 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Kiwior á blaði hjá Milan
Mynd: Getty Images
Pólski varnarmaðurinn Jakub Kiwior er ofarlega á blaði hjá ítalska félaginu AC Milan, en þetta kemur fram á vef Calciomercato.

Kiwior, sem er 23 ára gamall, samdi við Arsenal á síðasta ári eftir að hafa spilað með Spezia á Ítalíu.

Hann hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili og er varaskeifa fyrir fastamennina í vörninni.

Calciomercato segir að Milan hafi fylgst með honum síðustu mánuði og er nú að íhuga að reyna fá hann inn í hópinn í janúar.

Varnarmennirnir Simon Kjær, Pierre Kalulu, Mattia Caldara, Malick Thiaw og Marco Pellegrino eru allir frá og því mikil þörf á að bæta við varnarmanni í hópinn.

Hvort Arsenal hafi einhvern áhuga á að leyfa honum að fara á miðju tímabili verður hins vegar að koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner