Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. janúar 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oliver vísar í orð Bamford - Orðinn betri leikmaður þrátt fyrir meiðslin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson hefur meira og minna verið utan vallar síðustu þrjú árin - eða eftir að hann leiddi U17 ára landsliðið á lokamóti EM vorið 2019. Oliver hefur glímt við löng og erfið meiðsli.

Skagamaðurinn ungi er samningsbundinn Norrköping í Svíþjóð en góðar líkur eru á því að hann spili á Íslandi næsta sumar. Oliver ræddi við Fótbolta.net á mánudag og ræddi um tímann utan vallar.

Finnst þér þú hafa bætt þig með því að hafa fylgst með af hliðarlínunni undanfarin ár?

„Algjörlega, eins og Patrick Bamford var að segja fyrir örfáum dögum, þið hafið kannski séð það, hann var meiddur í tvo mánuði en finnst hann hafa bætt sig helling," sagði Oliver.

„Þetta hefur verið þannig hjá mér, nema aðeins lengur. Ég hef verið á öllum æfingum, lært á þessa taktík sem er mikið meira úti [hjá félögum erlendis] og allt svona. Maður lærir inn á fótboltann og svo hefur maður styrkt sig gríðarlega. Það hefur hjálpað mér mjög mikið að fylgjast með af hliðarlínunni," sagði Oliver.

Sjá einnig:
Ekki víst hvort Oliver spili með ÍA í sumar
„Gott að hafa mann með reynslu sem getur samt verið að fíflast"
„Hefur verið erfitt á tímum en aldrei verið spurning hvað ég vil gera í mínu lífi"
Athugasemdir
banner
banner
banner