Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. mars 2021 14:56
Elvar Geir Magnússon
Kristófer Óskar lánaður í Aftureldingu (Staðfest)
Kristófer Óskar kemur frá Fjölni.
Kristófer Óskar kemur frá Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur fengið kantmanninn Kristófer Óskar Óskarsson á láni frá Fjölni. Lánssamningurinn gildir út keppnistímabilið.

Liðin eru saman í Lengjudeildinni en Aftureldingu var spáð 11. sæti í ótímabæru spánni um síðustu helgi.

Hinn tvítugi Kristófer Óskar spilaði þrettán leiki með Fjölni í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Árið 2019 skoraði hann fjögur mörk í Lengjudeildinni með liðinu.

„Afturelding þakkar Fjölni fyrir góð samskipti í kringum félagaskiptin. Afturelding fagnar komu Kristófers og hlakkar til að sjá hann sýna sínar bestu hliðar á vellinum í sumar," segir í tilkynningu Aftureldingar.




Athugasemdir
banner
banner
banner