Rafn Markús Vilbergsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur, opinberaði ótímabæra spá fyrir Lengjudeild karla í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.
„Þessi deild verður afskaplega jöfn. Það verða margir jafnir og skemmtilegir leikir. Það eru sjö lið í deildinni sem stefna upp í Pepsi Max-deildina, er ekki hægt að segja það?" sagði Elvar Geir Magnússon.
Var þá verið að tala um sjö efstu liðin í þessari ótímabæru spá sem var opinberuð í útvarpsþættinum.
Hér að neðan má sjá hvernig spáin lítur út. Þau tvö lið sem féllu úr Pepsi Max-deildinni er ekki spáð beint aftur upp og þau tvö lið sem komu upp úr 2. deild er ekki spáð beint aftur niður.
Ótímabæra spáin:
1. Fram
2. Grindavík
3. ÍBV
4. Fjölnir
5. Vestri
6. Grótta
7. Þór
8. Kórdrengir
9. Selfoss
10. Þróttur R.
11. Afturelding
12. Víkingur Ólafsvík
Athugasemdir