Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   fös 05. apríl 2024 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Ben spáir í 1. umferð Bestu deildarinnar
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veislan er að hefjast á morgun, Besta deildin er að hefjast. Opnunarleikurinn er á milli Íslands- og bikarmeistara Víkings og Stjörnunnar en hann fer fram klukkan 19:15 annað kvöld.

Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar á Stöð 2 Sport spáir í leikina sem eru í 1. umferð deildarinnar.

Víkingur R. 3 - 2 Stjarnan (19:15 á morgun)
Magnaður opnunarleikur þar sem tvö rauð spjöld fara á loft.

Fram 2 - 2 Vestri (13:00 á sunnudag)
Jannik Pohl eða Guðmundur Magnússon jafna mjög seint fyrir Framara.

KA 2 - 0 HK (17:00 á sunnudag)
Vök skorar ef hann spilar þennan leik.

Valur 1- 1 ÍA (19:15 á sunnudag)
Smá byrjunarstress á Hlíðarenda.

Fylkir 1 - 1 KR (19:15 á sunnudag)
En kannski 2-2. Án Arons Sig nær KR ekki í sigur í Lautinni.

Breiðablik 2 - 2 FH (19:15 á mánudag)
FH vann tvisvar í Kópavogi seint á síðustu leiktíð en hér fá þeir ekki meira en eitt stig. Fjögur jafntefli í fyrstu umferð en Víkingur og KA skellihlægja á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner