Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 05. ágúst 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Girona og Valencia á eftir leikmanni Bayern
Mynd: Bayern Munchen

Valencia og Girona eru á eftir Bryan Zaragoza, leikmanni Bayern, en frá þessu greinir Florian Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi.


Bæði félög vilja fá hann á láni út næstu leiktíð.

Þýska félagið hefur tjáð Zaragoza að það væri best fyrir hann að leita annað þar sem hann muni ekki fá mörg tækifæri á komandi tímabili.

Zaragoza gekk til liðs við Bayern frá Granada í lok janúargluggans en hann kom aðeins við sögu í sjö leikjum hjá þýska liðinu seinni hluta á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner