Þjálfari Svartfellinga, Robert Prosinecki, segir að Ísland sé með veikleika sem hans lið ætli að nýta sér annað kvöld.
Prosinecki ræddi við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi á Laugardalsvelli í kvöld, þar sem Ísland og Svartfjallaland mætast í Þjóðadeildinni á morgun.
Miðað við orð Prosinecki ætlar hann að láta stærsta nafn liðsins, Stevan Jovetic, byrja á bekknum.
Þessi 34 ára sóknarmaður lék á sínum tima með Manchester City, Fiorentina og Inter en er nú án félags. Hann var síðast leikmaður Olympiakos í Grikklandi og kom inn af bekknum þegar liðið vann Fiorentina 1-0 í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar fyrr á árinu.
Hann á að baki 78 landsleiki og hefur í þeim skorað 36 mörk.
Prosinecki ræddi við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi á Laugardalsvelli í kvöld, þar sem Ísland og Svartfjallaland mætast í Þjóðadeildinni á morgun.
Miðað við orð Prosinecki ætlar hann að láta stærsta nafn liðsins, Stevan Jovetic, byrja á bekknum.
Þessi 34 ára sóknarmaður lék á sínum tima með Manchester City, Fiorentina og Inter en er nú án félags. Hann var síðast leikmaður Olympiakos í Grikklandi og kom inn af bekknum þegar liðið vann Fiorentina 1-0 í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar fyrr á árinu.
Hann á að baki 78 landsleiki og hefur í þeim skorað 36 mörk.
„Við þurfum að fara varlega með hann, hann hefur ekki spilað síðan gegn Georgíu í júní. Við eru með áætlun fyrir hann og þurfum að hafa í huga að við mætum Wales þremur dögum eftir leikinn gegn Íslandi. Það þarf ekki að ræða um hversu mikilvægur hann er fyrir okkur en við spörum hann fyrir leikinn gegn Wales," sagði Prosinecki.
„Það er langt síðan hann spilaði síðast og hann er ekki í sömu leikæfingu og aðrir í liðinu."
Prosinecki hefur skoðað síðustu landsleiki Íslands og segist sérstaklega hafa rýnt í umspilsleikinn gegn Úkraínu.
„Við greindum þá vel, þeir áttu flotta kafla gegn Úkraínu en eru með veikleika sem við vonumst til að geta afhjúpað. Þeir hafa lent í meiðslum. Þeir eru klárlega með mjög gott lið og við berum virðingu fyrir þeim en getum ógnað þeim. Þetta verður vafalaust áhugaverður leikur."
Athugasemdir