Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 03. september 2024 12:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðshópur Svartfellinga: Savic ekki með og Jovetic án félags
Icelandair
Stefan Jovetic.
Stefan Jovetic.
Mynd: EPA
Savic fór frá Atletico Madrid til Trabzonspor í sumar.
Savic fór frá Atletico Madrid til Trabzonspor í sumar.
Mynd: EPA
Í dag var fjallað um það í svartfellskum miðlum að varnarmennirnir Stefan Savic og Igor Vujacic myndu ekki ferðast til Íslands og verða því ekki með landsliðinu í leik liðanna í Þjóðadeildinni.

Savic, sem er fyrrum leikmaður Manchester City, glímir við meiðsli og Vujacic, sem er leikmaður Rubin Kazan, er einnig fjarri góðu gamni.

Ísland tekur á móti Svartfjallalandi á föstudag í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Stærsta stjarnan í liði Svartfellinga er Stefan Jovetic sem lék á sínum tima með Manchester City. Hann er 34 ára og var síðast leikmaður Olympiakos í Grikklandi. Hann á að baki 78 landsleiki og hefur í þeim skorað 36 mörk.

Tveir leikmenn sem gætu mætt Víkingi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eru í hópnum. Það eru þeir Marko Vukcevic hjá Borac og Novica Erakovic hjá Omonia Nicosia.

Adam Marusic, leikmaður Lazio, er næst landsleikjahæstur á eftir Jovetic með 59 leiki spilaða.

Hópurinn samkvæmt Wikipedia
Markverðir:
Milan Mijatovic (Budocnost), Danijel Petkovic (Liepaja), Igor Nikic (Decic)

Varnarmenn:
Stefan Savic (Trabzonspor, varafyrirliði), Adam Marušic (Lazio), Marko Vešovic (Qarabag), Risto Radunovic (FCSB), Andrija Vukcevic (Cartagena), Nikola Šipcic (Cartagena), Slobodan Rubežic (Aberdeen), Marko Tuci (Gangwon)

Miðjumenn:
Vladimir Jovovic (Sogdiyona Jizzakh), Marko Bakic (OFI), Marko Vukcevic (Borac), Driton Camaj (Kisvarda), Ilija Vukotic (Boavista), Novica Erakovic (Omonia Nicosia), Miloš Brnovic (Budocnost), Milan Vukotic (Budocnost)

Sóknarmenn:
Stevan Jovetic (án félags, fyrirliði), Stefan Mugoša (Incheon United), Milutin Osmajic (Preston), Nikola Krstovic (Lecce), Viktor Dukanovic (Standard Liege), Vladimir Perišic (Budocnost)
Athugasemdir
banner
banner
banner