Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 05. september 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
„Fékk að reykja í sturtuklefanum því hann var snillingur“
Icelandair
Robert Prosinecki er landsliðsþjálfari Svartfellinga.
Robert Prosinecki er landsliðsþjálfari Svartfellinga.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Þjálfari Svartfellinga, mótherja okkar Íslendinga í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar, er hinn goðsagnakenndi Robert Prosinecki. Þjálfaraferill hans hefur ekki verið blómlegur en hæfileikar hans sem leikmaður voru gríðarlegir.

Prosinecki, sem er 55 ára, lék fyrir Barcelona og Real Madrid. Hann var í króatíska landsliðsliðinu sem tók bronsið á HM 1998 og sjö árum áður hafnaði hann í fimmta sæti í Ballon d'Or kjörinu eftir að hafa orðið Evrópumeistari með Rauðu Stjörnunni.

Hann var miðjumaður með mikinn sköpunarmátt og útsjónarsemi, var skotfastur og öflugur í föstum leikatriðum. en fékk gagnrýni frá stuðningsmönnum Real Madrid fyrir að vera ekki nægilega mikill liðsmaður og sinna varnarhlutverkinu illa.

Reykingamaður í gegnum allan ferilinn
Prosinecki keðjureykti í gegnum allan ferilinn og þegar hann var hjá Portsmouth seint á ferlinum, tímabilið 2001-2002, fékk hann leyfi frá stjóranum Harry Redknapp til að kveikja sér í sígarettu í sturtuklefanum í hálfleik.

„Maður sá reykinn koma frá sturtunum. Augljóslega hefði hinn hefðbundni leikmaður ekki komist upp með þetta. En hann fékk að gera þetta, maðurinn var snillingur," sagði Peter Crouch í viðtali en hann lék með Portsmouth á þessum tíma.

Grétar Rafn Steinsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, lék undir stjórn Prosinecki hjá Kayserispor í Tyrklandi og sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net árið 2012 hvernig hann og aðstoðarmenn hans væru sífellt reykjandi..

„Það er hobbíið hjá þeim,“ sagði Grétar Rafn hlæjandi. „Eftir einn matartímann spurðu þeir hvort einhver vildi kaffi og sígarettu og það horfðu bara allir á þá.“

Staldrar yfirleitt stutt við
Prosinecki er yfirleitt ekki langlífur í starfi á þjálfaraferlinum. Hann var aðstoðarlandsliðsþjálfari Króatíu og stýrði þá landsliðum Aserbaídsjan og Bosníu. Árið 2022 var hann ráðinn þjálfari Olimpija Ljubljana í Slóveníu en var rekinn áður en tímabilið hófst, eftir ósætti við eiganda félagsins. Í fyrra stýrði hann NK Rudes í heimalandinu en entist þar í tvo mánuði.

Hann vildi snúa aftur í landsliðsþjálfun og var ráðinn þjálfari Svartfjallalands snemma á þessu ári, hann gerði eins árs samning. Liðið vann Belarús og Norður-Makedóníu í vináttulandsleikjum í mars en í júní tapaði það gegn Belgíu 2-0 og Georgíu 1-3.

Annað kvöld, föstudagskvöld, er komið að fyrsta mótsleik Svartfellinga undir stjórn Prosinecki, gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner