Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 05. október 2016 13:12
Elvar Geir Magnússon
Höddi Magg gagnrýndi val Heimis á Birni Bergmann
Icelandair
Hörður Magnússon og Tryggvi Guðmundsson.
Hörður Magnússon og Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Bergmann Sigurðarson var valinn í íslenska landsliðshópinn sem er að fara að mæta Finnum og Tyrkjum. Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon gagnrýndi val Heimis Hallgrímssonar á Facebook-síðu sinni.

„Skil ekki hvernig hægt er að réttlæta valið á sóknarmanninum Birni Bergmann. Sá kaus ítrekað að hunsa fyrri landsliðsþjálfara og lét einfaldlega ekki ná í sig. Nú kemur hann upp á yfirborðið og er tekinn framyfir leikmenn sem hafa alltaf verið tilbúnir að spila fyrir landsliðið. Mér finnst þetta val senda einfaldlega röng skilaboð til leikmanna. Burtséð frá persónum og leikendum," sagði Hörður en talsverð umræða skapaðist á vegg hans.

Markahrókurinn og sparkspekingurinn Tryggvi Guðmundsson var meðal þeirra sem setti „like" við færsluna. „Matti Villa á að vera í hópnum í stað Björns að mínu mati. En vonandi stendur hann sig ef hann fær sjénsinn og treður sokk í mig," segir Tryggvi.

Björn verið að standa sig best
Heimir var spurður út í þessa gagnrýni Harðar á fréttamannafundi í dag.

„Hann er búinn að standa sig vel á æfingum og hefur fallið vel inn í hópinn. Byrjum á því," sagði Heimir.

„Ef þetta væri félagslið þá myndi ég svara þessu á annan hátt. Þú átt ekki fast sæti í landsliði og þar er valið nýtt landslið í hvert skipti. Sem betur fer höfum við verið með leikmenn sem hafa sýnt stöðugleika og staðið sig vel. Það hefur skapað það að þetta landslið er að standa sig vel. Í hverju verkefni horfum við á það hverjir eru að standa sig best. Kolbeinn er ekki í hópnum okkar í dag og Jón Daði er tæpur. Við þurftum að finna framherja og hann er sá leikmaður sem hefur verið að standa sig best. Ef það eru röng skilaboð þá skil ég það ekki."

Björn Bergmann er 25 ára Skagamaður sem á einn A-landsleik að baki, þá var hann tvítugur og kom inn á undir lokin í sigri gegn Kýpur. Hann svaraði ekki landsliðsköllum eftir það. Fótbolti.net ræddi við hann í gær og má sjá viðtalið
Björn Bergmann: Hef þroskast en horfi ekki á fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner