Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 05. október 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Farke: Aldrei upplifað aðra eins meiðslakrísu
Daniel Farke, þjálfari Norwich.
Daniel Farke, þjálfari Norwich.
Mynd: Getty Images
Daniel Farke, þjálfari Norwich, segist aldrei hafa upplifað aðra eins meiðslakrísu og lið hans er að ganga í gegnum núna.

Norwich mætir Aston Villa í nýliðaslag í dag og eru margir leikmenn Kanarífuglana á meiðslalistanum.

Timm Klose, Christoph Zimmermann, Onel Hernandez, Grant Hanley, Tom Trybull, Alex Tettey, Mario Vrancic eru á meiðslistanum. Fleiri leikmenn eru tæpir.

Á meiðslalistanum má einnig finna tvo markverði, þá Tim Krul og Ralf Fahrmann. Hinn 35 ára gamli Michael McGovern mun byrja sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður fyrsti deildarleikurinn sem hann byrjar frá 2016/17 tímabilinu.

„Hann verður tilbúinn, við treystum honum," sagði Farke um McGovern.

„Á 11 árum sem þjálfari hef ég aldrei upplifað aðra eins meiðslakrísu. Þú verður að sætta þig við það vegna þess að þú getur ekki breytt þessu. Auðvitað er þetta pirrandi en öll félög verða að ganga í gegnum erfiðleika."

„Nokkuð oft í þessu starfi, þá spyrðu sjálfan þig hvað þú hefðir getað gert öðruvísi á æfingum. En þetta eru allt meiðsli sem hafa átt sér stað í leikjum eða eins og hjá Onel (Hernandez) sem rann heima hjá sér."

Norwich er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir sjö leiki.
Athugasemdir
banner
banner