Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. nóvember 2020 13:51
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Niðurstaða í kæru KR ætti að liggja fyrir eftir viku
Frá höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.
Frá höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ staðfestir í samtali við RÚV að kæra KR hafi verið móttekin í gær.

Í kærunni er farið á leit að reglugerð KSÍ frá því í sumar um mótahald verði dæmd ólögleg.

Stjórn KSÍ ákvað að hætta keppni á Íslandsmótinu og lét reglugerð um meðalstigafjölda gilda. Samkvæmt þeirri niðurstöðu missir KR af Evrópusæti.

Liðið var enn í baráttu um Evrópusæti í Pepsi Max-deildinni og var að auki komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Bikarinn var látinn falla niður og enginn bikarmeistari krýndur þetta árið.

Haukur segir við RÚV búast við því að úrskurðað verði í málinu næsta fimmtudag, 12. nóvember.

Fleiri félög eru að skoða stöðu sína, þar á meðal er Fram sem var markatölunni frá því að komast upp úr Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner