PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 22:12
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: QPR sigraði gegn Luton
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
QPR 2 - 1 Luton
1-0 Michael Frey ('24 )
1-1 Mark McGuinness ('45+2 )
2-1 Morgan Fox ('62 )

QPR og Luton Town áttust við í eina leik kvöldsins í ensku Championship deildinni og höfðu heimamenn í QPR betur eftir fjörugan slag.

Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem í heildina litu 33 marktilraunir ljós og voru þrjú mörk skoruð.

QPR var hættulegra liðið í fyrri hálfleik og tók forystuna á 24. mínútu með marki frá Michael Frey, en Mark McGuinness jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Luton var hættulegra liðið í seinni hálfleik en tókst þó ekki að skora annað mark. Þess í stað skoraði Morgan Fox sigurmark fyrir QPR og urðu lokatölur 2-1.

Luton, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni síðasta vor, er aðeins með 25 stig eftir 26 umferðir í Championship deildinni - tveimur stigum frá fallsæti. Þetta var fjórða tap liðsins í röð.

QPR er um miðja deild með 32 stig, átta stigum frá umspilssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner