Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 06. febrúar 2021 20:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Redknapp um rauða spjaldið: Alvöru áhyggjuefni
Jamie Redknapp.
Jamie Redknapp.
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp, sérfræðingur hjá Sky Sports, var mjög hissa á því að sjá Tomas Soucek fá rauða spaldið gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sjá einnig:
„Hvernig sjá bæði Lee Mason og Mike Dean þetta sem rautt spjald?"

Það dró heldur betur til tíðinda undir lok leiksins þegar Tomas Soucek, besti leikmaður West Ham á tímabilinu, fékk ansi ódýrt rautt spjald. Hann rak höndina í andlitið á Aleksandar Mitrovic sem féll í jörðina. Það var ekki mikið í þessu og meira að segja Mitrovic virtist reyna að biðla til dómarans að gefa honum ekki rauða spjaldið. Samt sem áður, eftir langa VAR skoðun, fór rauða spjaldið á loft.

„Það er út af þessu sem fólk verður pirrað þegar það horfir á fótbolta nú til dags," sagði Redknapp. „Þegar það sér svona gerast."

„Það eru tveir menn þarna sem eru að skoða þetta. Að Mike Dean fari í skjáinn og skoði þetta, og finnist þetta samt rautt spjald - það er alvöru áhyggjuefni að mínu mati."


Athugasemdir
banner
banner
banner