Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 06. febrúar 2021 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hvernig sjá bæði Lee Mason og Mike Dean þetta sem rautt spjald?"
Soucek fékk rauða spjaldið frá Mike Dean.
Soucek fékk rauða spjaldið frá Mike Dean.
Mynd: Getty Images
Dómarinn Mike Dean finnst sviðsljósið ekkert leiðinlegt eins og sést hefur í síðustu tveimur leikjum sem hann hefur dæmt í ensku úrvalsdeildinni.

Hann dæmdi leik Manchester United og Southampton í vikunni, leik sem endaði 9-0 fyrir United. Þar gaf hann Southampton tvö rauð spjöld, en seinna spjaldið var dregið til baka eftir að Dýrlingarnir áfrýjuðu því. Jan Bednarek fékk það eftir að Dean fór í skjáinn og skoðaði atvikið lengi.

Í kvöld dæmdi Dean leik Fulham og West Ham sem endaði með markalausu jafntefli.

Það dró heldur betur til tíðinda undir lok leiksins þegar Tomas Soucek, besti leikmaður West Ham á tímabilinu, fékk ansi ódýrt rautt spjald. Hann rak höndina í andlitið á Aleksandar Mitrovic sem féll í jörðina. Það var ekki mikið í þessu og meira að segja Mitrovic virtist reyna að biðla til dómarans að gefa honum ekki rauða spjaldið. Samt sem áður, eftir langa VAR skoðun, fór rauða spjaldið á loft. Dean fór í skjáinn eins og hann gerði á Old Trafford fyrr í vikunni.

Miklar umræður hafa verið í gangi á Twitter eftir leikinn varðandi rauða spjaldið. Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands, skrifar: „Ég veit ekki um sálu sem finnst þetta rautt spjald. Hvernig sjá bæði Lee Mason (VAR dómarinn) og Mike Dean þetta sem rautt spjald?"

„VAR (myndbandsdómgæsla) er ekki hjálpa dómurum, það er að láta þá líta verr út," sagði Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool sem starfar núna sem sérfræðingur á Sky Sports.

Gríðarlega margir lýsa yfir óánægju með dóminn en hægt er að sjá atvikið hérna.









Athugasemdir
banner
banner
banner