Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   mán 06. febrúar 2023 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Lazio slapp með stig - Tvenna frá Gabbiadini dugði ekki
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það fóru tveir leikir fram í ítalska boltanum í kvöld þar sem fallbaráttulið Verona og Sampdoria gerðu jafntefli í sínum leikjum.


Verona tók á móti Lazio í fyrri leik kvöldsins þar sem Pedro, fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona, gerði fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Markið var af dýrari gerðinni þar sem Pedro klíndi boltanum í samskeytin.

Staðan var því 0-1 eftir jafnan fyrri hálfleik en heimamenn í Verona voru talsvert sterkari aðili vallarins eftir leikhlé. Þeir voru fljótir að jafna með marki frá Cyril Ngonge með skalla eftir hárnákvæma aukaspyrnu frá Darko Lazovic.

Lazovic komst nálægt því að taka forystuna fyrir Verona skömmu síðar en frábært skot hans hafnaði í stönginni. Ivan Provedel átti góðar vörslur á milli stanga Lazio og voru heimamenn í Veróna óheppnir að taka ekki þrjú stig.

Svipaða sögu er að segja frá Monza þar sem Manolo Gabbiadini, fyrrum leikmaður Southampton, tók forystuna fyrir Sampdoria í tvígang en í bæði skiptin tókst heimamönnum að jafna.

Fyrst jafnaði Andrea Petagna og var staðan jöfn 1-1 í leikhlé en seinna jöfnunarmarkið kom með síðustu spyrnu leiksins. Matteo Pessina steig þá á vítapunktinn og bjargaði stigi fyrir Monza á 99. mínútu.

Verona er með 14 stig eftir 21 umferð - fjórum stigum frá öruggu sæti í deild. Samp er með 10 stig.

Lazio er í baráttu um Meistaradeildarsæti og situr í fjórða eftir þetta jafntefli, einu stigi fyrir ofan Atalanta og Milan.

Verona 1 - 1 Lazio
0-1 Pedro ('45)
1-1 Cyril Ngonge ('51)

Monza 2 - 2 Sampdoria
0-1 Manolo Gabbiadini ('12)
1-1 Andrea Petagna ('32)
1-2 Manolo Gabbiadini ('58)
2-2 Matteo Pessina ('99, víti)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner