Það eru rauðar viðvaranir í gildi og best að renna yfir slúðrið í rólegheitum á meðan ofsaveðrið gengur hjá. Hvaða sóknarmann mun Arsenal kaupa í sumar?
Arsenal er tilbúið að slá eigið félagaskiptamet í sumar með 100 milljóna punda tilboði í argentínska framherjann Lautaro Martinez (27) hjá Inter. (Fichajes)
Slóvenski framherjinn Benjamin Sesko (21) er áfram sá sóknarmaður sem Arsenal er líklegast til að kaupa í sumar. Ólíklegt er að RB Leipzig setji of háan verðmiða á hann. muni verðleggja hann. (Independent)
Arsenal ræddi einnig við fulltrúa spænska framherjans Alvaro Morata (32) hjá AC Milan í síðustu viku, áður en hann gekk til liðs við Galatasaray á láni. (Athletic)
Manchester City er tilbúið að keppa við Real Madrid um franska vinstri bakvörðinn Theo Hernandez (27) hjá AC Milan ef félagið missir af Andrea Cambiaso (24), varnarmanni Juventus. (Teamtalk)
Napoli hætti áhuga sínum á argentínska kantmanninum Alejandro Garnacho (20) hjá Manchester United vegna þess að launakröfur hans voru of háar. (Fabrizio Romano)
Riftunarákvæði í samningi Harry Kane (31), framherja Bayern München og enska landsliðsins, mun lækka úr 67 milljónum punda niður í 54 milljónir punda á næsta ári. (Bild)
Ef félag virkjar losunarákvæði Kane hjá Bayern þá fær fyrrum félag hans, Tottenham Hotspur, tækifæri til að jafna tilboðið og vonað að hann vilji snúa aftur. (Telegraph)
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, ætlar að nota brasilíska miðjumanninn Andrey Santos (20), sem er á láni hjá Strassborg, í aðalliði sínu á næstu leiktíð. (Fabrizio Romano)
Arsenal mun reyna að fá spænska markvörðinn Joan Garcia (23) frá Espanyol í sumar. (Athletic)
Chelsea reyndi á gluggadeginum að ræna franska sóknarmanninum Mathys Tel, (19) fyrir framan nef Tottenham. (L'Equipe)
Tyrell Malacia (25), vinstri bakvörður Manchester United og Hollands, hefði getað gengið til liðs við Wolves á gluggadeginum en valdi PSV Eindhoven. (Voetbal Verslaafd)
Kieran Trippier (34), varnarmaður Newcastle United, er skotmark Galatasaray en tyrkneska glugganum verður lokað 11. febrúar.(ESPN)
Athugasemdir