Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 10:26
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Baldur Sig: Hilmar Árni mesta vítamínsprautan fyrir Stjörnuna
Hilmar Árni Halldórsson.
Hilmar Árni Halldórsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnunni er spáð þriðja sæti í síðustu ótímabæru spá útvarpsþáttarins Fótbolti.net en nú er mánuður í að mótið fari af stað.

Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, var sérstakur gestur þáttarins.

„Ég held að það verði tveggja hesta barátta um titilinn og ég sé Stjörnuna ekki ná þangað upp. Það gæti gerst en þá þarf allt að ganga upp. Þeir hafa misst tvo leikmenn sem voru nánast að skapa allt og skora og voru viðriðnir allt sem þeir voru að gera," segir Baldur.

Hann er þar að tala um Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson sem seldir voru út í atvinnumennskuna.

„Við vitum hvaða leikmenn það eru sem þeir ætlast þá til þess að stígi upp; það eru Róbert Frosti (Þorkelsson), Adolf Daði (Birgisson) og Helgi Fróði (Ingason). Spurningin er hvort þeir séu of ungir eða tilbúnir í þetta? Eru þeir að fara að verða stöðugir?"

„Ég myndi segja að mesta vítamínsprautan fyrir Stjörnuna á þessu tímabili, fyrst Ísak og Eggert eru farnir, sé sú að nú fáum við Hilmar Árna (Halldórsson) 100%. Hann var allt síðasta tímabil að jafna sig eftir krossbandaslitið. Ég fylgdist mjög vel með þessu ferli hjá honum, þegar hann var að fara út af og svona. Ég pældi mikið í þessu og maður sá hann alltaf fara hærra og hærra," segir Baldur.

Hilmar Árni missti af tímabilinu 2022 eftir að hafa slitið krossband í undirbúningsleik í Boganum á Akureyri. Hann mætti aftur í slaginn í fyrra og mikill stígandi var í honum.

„Svo fékk ég að fylgjast með honum inni á æfingu og maður sér hversu mikill leiðtogi hann er orðinn innan hópsins, hvernig hann talar við ungu strákana og hvernig bolta hann spilar. Ég er spenntur að sjá hann í sumar," segir Baldur.
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner