Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. apríl 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Verður í banni gegn Arsenal eftir ásakanir um rasisma
Allt sauð upp úr á Ibrox.
Allt sauð upp úr á Ibrox.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur sett Ondrej Kudela, varnarmann í Slavia Prag, í eins leiks bann til að byrja með en í rannsókn eru meintir kynþáttafordómar hans í Evrópudeildarleik gegn Rangers.

Kudela hefur neitað sök en fær bann fyrir móðgandi ummæli í garð mótherja. Ef hann verður svo fundinn sekur um rasisma þá gæti hann fengið tíu leikja bann.

Glen Kamara, miðjumaður Rangers, segir að Kudela hafi verið með kynþáttaníð þegar Slavia vann 2-0 sigur á Ibrox þann 18. mars.

„Hann labbaði yfir til mín með höndina fyrir munninn, hallaði sér að eyranu mínu og hvíslaði: 'Þú ert helvítis api, þú veist þú ert það.' - Ég var sjokkeraður og fylltist hryllingi þegar ég heyrði svona orðbragð hjá atvinnumanni í knattspyrnu," sagði Kamara.

Kudela verður ekki með Slavia Prag í fyrri leiknum gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Það var reyndar hvort sem er talið ólíklegt að hann gæti spilað í leiknum vegna meiðsla sem hann hlaut í landsliðsverkefni með Tékklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner