Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   fös 06. maí 2022 09:12
Elvar Geir Magnússon
Arteta og Eidevall framlengja við Arsenal (Staðfest)
Mikel Arteta, stjóri karlaliðs Arsenal, og Jonas Eidevall, stjóri kvennaliðs Arsenal, hafa skrifað undir nýja samninga við félagið.

Spánverjinn Arteta var ráðinn stjóri í desember 2019 og nýr samningur hans gildir til sumarsins 2025.

Eidevall er sænskur og tók við kvennaliðinu síðasta sumar. Hann er nú samningsbundinn til sumarsins 2024.

Arsenal er í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni karlamegin og reynir að komast í Meistaradeildina.

„Við viljum taka félagið upp á næsta stig og veita bestu liðunum alvöru samkeppni. Til að ná því þurfum við að spila í Meistaradeildinni. Við þurfum að þróa liðið, bæta leikmennina og bæta alla þætti í umgjörðinni. Við þurfum að ná enn betra sambandi við stuðningsmenn og gera andrúmsloftið á Emirates enn betra, við þurfum að fá til okkar toppleikmenn og besta fólkið í starfsliðið til að ná markmiðum okkar," segir Arteta.

Kvennalið Arsenal er í baráttunni um enska meistaratitlinn undir stjórn Eidevall en lokaumferðin er á sunnudag. Arsenal er einu stigi á eftir toppliði Chelsea. Arsenal heimsækir West Ham í lokaumferðinni en Chelsea tekur á móti Manchester United.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Stöðutaflan England England - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Manchester City W 9 8 0 1 23 9 +14 24
2 Chelsea W 9 6 3 0 16 5 +11 21
3 Man Utd W 9 5 2 2 19 9 +10 17
4 Arsenal W 9 4 4 1 18 8 +10 16
5 Tottenham W 9 5 1 3 11 12 -1 16
6 London City Lionesses W 9 5 0 4 14 19 -5 15
7 Brighton W 9 3 2 4 13 10 +3 11
8 Aston Villa W 8 2 4 2 9 10 -1 10
9 Leicester City W 9 1 3 5 6 17 -11 6
10 Everton W 9 1 2 6 12 19 -7 5
11 West Ham W 9 1 1 7 6 20 -14 4
12 Liverpool W 8 0 2 6 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner