Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 06. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freedman líklegastur í starfið hjá Newcastle
Dougie Freedman.
Dougie Freedman.
Mynd: Getty Images
Dougie Freedman, yfirmaður fótboltamála hjá Crystal Palace, er eftirsóttur biti á markaðnum.

Hann hefur verið orðaður við Manchester United en núna segir Fabrizio Romano frá því að Newcastle sé að vinna í því að ráða hann sem nýjan yfirmann fótboltamála.

Romano segir að Freedman sé líklegastur til að taka við starfinu.

Dan Ashworth hefur starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá Newcastle síðustu árin en hann er búinn að samþykkja tilboð frá Man Utd.

Freedman er fyrrum stjóri Palace, Bolton og Nottingham Forest en hann hefur stjórnað leikmannamálum Palace frá 2017.


Athugasemdir
banner
banner
banner