Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 06. júní 2022 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albanía komið yfir - „Verðum að setja spurningamerki við Rúnar"
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Albanía er komið yfir í leik gegn Íslandi sem er núna í gangi á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Það var Taulant Seferi sem skoraði markið eftir hálftíma leik.

„Amir Abrashi fær boltann inn á teignum og nær skoti á markið úr þröngu færi sem Rúnar Alex slær til hliðar og boltinn dettur fyrir fætur Taulant Seferi sem setur boltann í netið," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu.

„Auðvitað verðum við að setja spurningamerki við Rúnar, hann verður að halda þessum bolta," sagði Hörður Magnússon sem lýsir leiknum á Viaplay.

„Mér finnst pressan heldur ekki nægilega góð og þá er manni refsað," sagði Kjartan Henry Finnbogason.

Hægt er að sjá markið með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner