Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. ágúst 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Bale ekki í hópnum gegn Man City - Ramos í banni en samt í hóp
Mynd: Getty Images
Velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale er ekki í leikmannahópnum hjá Real Madrid sem mætir Manchester City á morgun í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Bale kom ekkert við sögu í síðustu sjö leikjum Madrídinga í spænsku deildinni en þrátt fyrir sögusagnir um að hann sé á leið frá félaginu þá hefur Jonathan Barnett, umboðsmaður hans, hafnað því.

Zinedine Zidane og Bale kemur ekki vel saman en velski leikmaðurinn var ekki einu sinni valinn í hóp í lokaumferð deildarinnar gegn Leganes.

Hann er ekki í hópnum hjá Real Madrid sem mætir Manchester City á Etihad á morgun. James Rodriguez er einnig skilinn eftir heima.

Það vekur þó athygli að Sergio Ramos, fyrirliði Madrídinga, er valinn í hópinn en hann er í banni í leiknum gegn City.

Það virðist þó nokkuð ljóst að Bale hefur engan áhuga á því að vera hjá Real Madrid en fá lið hafa efni á að fá hann og sérstaklega eftir kórónuveirufaraldurinn, sem hafði gríðarleg áhrif á leikmannamarkaðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner