Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 16. júlí 2024 15:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki vill fá landsliðskonur til Portúgals
Vinkonunurnar Hildur og Berglind Rós kátar eftir sigurinn gegn Þýskalandi.
Vinkonunurnar Hildur og Berglind Rós kátar eftir sigurinn gegn Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Þorlákur Árnason, þjálfari SF Damaiense í portúgölsku deildinni, áhuga á því að fá íslenskar landsliðskonur í sitt lið.

Þar á meðal eru miðjumennirnir Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir sem eru án félags sem stendur.

Láki er á leið inn í sitt annað tímabil með liðið eftir að hafa endaði í 4. sæti deildarinnar á liðnu tímabili. Stóra markmiðið er að komast í Meistaradeildina en tvö lið frá Portúgal komast í forkeppnina.

Portúgalska félagið hefur einnig áhuga á Ásdísi Karen Halldórsdóttur sem er samningsbundin Lilleström og Diljá Ýr Zomers sem er leikmaður Leuven.

Benfica hefur unnið deildina fjórum sinnum í röð og Sporting hefur endað í öðru sæti öll fjögur árin.

Þær Hildur, Selma og Diljá koma eflaust við sögu í leik Íslands gegn Póllandi sem hefst klukkan 17:00. Ásdís er ekki í hópnum í þessu landsliðsverkefni.

Athugasemdir
banner
banner