Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Þorlákur Árnason, þjálfari SF Damaiense í portúgölsku deildinni, áhuga á því að fá íslenskar landsliðskonur í sitt lið.
Þar á meðal eru miðjumennirnir Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir sem eru án félags sem stendur.
Þar á meðal eru miðjumennirnir Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir sem eru án félags sem stendur.
Láki er á leið inn í sitt annað tímabil með liðið eftir að hafa endaði í 4. sæti deildarinnar á liðnu tímabili. Stóra markmiðið er að komast í Meistaradeildina en tvö lið frá Portúgal komast í forkeppnina.
Portúgalska félagið hefur einnig áhuga á Ásdísi Karen Halldórsdóttur sem er samningsbundin Lilleström og Diljá Ýr Zomers sem er leikmaður Leuven.
Benfica hefur unnið deildina fjórum sinnum í röð og Sporting hefur endað í öðru sæti öll fjögur árin.
Þær Hildur, Selma og Diljá koma eflaust við sögu í leik Íslands gegn Póllandi sem hefst klukkan 17:00. Ásdís er ekki í hópnum í þessu landsliðsverkefni.
Selma Sól Magnúsdóttir er orðuð við íslendingarfélagið Damaiense í Portúgal.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 13, 2024
Þorlákur Árnason er þjálfari liðsins.
Selma hefur einnig átt í viðræðum við lið á ítalíu - samkvæmt heimildum. #fotboltinet pic.twitter.com/aiFHBSvlUR
Athugasemdir