
Þetta var skyldusigur, við settum pressu á okkur fyrir leikinn en við vildum líka njóta þess að spila. Þetta var mikill léttir. sagði Katrín Ómarsdóttir leikmaður KR eftir 3-1 sigur gegn Fylki í kvöld en KR er nú öruggt með sæti sitt í deildinni.
Fylkisliðið var betra en við í fyrri hálfleik en við komum sterkar inn í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta. Þessi sigur skipti rosalega miklu máli, ég held að innkoma Söru í hálfleiknum hafi skipt sköpum.
Jú ég er auðvitað ánægð með það en það má nú deila um hvort ég eða Guðrún hafi skorað annað markið sagði Katrín aðspurð hvort hún væri ekki sátt með tvö mörk og stoðsendingu.
Markmiðið í síðustu tveimur leikjunum er bara að njóta og spila til að vinna sagði Katrín að lokum.
Fylkisliðið var betra en við í fyrri hálfleik en við komum sterkar inn í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta. Þessi sigur skipti rosalega miklu máli, ég held að innkoma Söru í hálfleiknum hafi skipt sköpum.
Jú ég er auðvitað ánægð með það en það má nú deila um hvort ég eða Guðrún hafi skorað annað markið sagði Katrín aðspurð hvort hún væri ekki sátt með tvö mörk og stoðsendingu.
Markmiðið í síðustu tveimur leikjunum er bara að njóta og spila til að vinna sagði Katrín að lokum.
Athugasemdir