Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 13. september 2025 18:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Tottenham með þægilegan sigur
Mynd: EPA
West Ham 0 - 3 Tottenham
0-1 Pape Matar Sarr ('47 )
0-2 Lucas Bergvall ('57 )
0-3 Micky van de Ven ('64 )
Rautt spjald: Tomas Soucek, West Ham ('54)

Tottenham vann öruggan sigur gegn West Ham í úrvalsdeildinni í kvöld.

Cristian Romero hélt að hann hafi komið Tottenham yfir þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Micky van de Ven var dæmdur brotlegur fyrir að hrinda Kyle Walker-Peters.

Bæði lið fengu tækifæri til að skora í fyrri hálfleiknum en staðan var jöfn þegar flautað var til hálfleiks.

Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Pape Matarr Sarr Tottenham yfir. Xavi Simons tók hornspyrnu í sínum fyrsta leik. Boltinn fór á fjærstöngina þar sem Sarr var einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið.

Vont versnaði fyrir West Ham þegar Tomas Soucek fór með takkana á undan í Joao Palhinha og var réttilega rekinn af velli.

Stuttu síðar átti Romero frábæra sendingu fram völlinn og Lucas Bergvall skallaði boltann yfir Mads Hermansen og í netið. 2-0 fyrir Tottenham og róðurinn orðinn ansi þungur fyrir West Ham.

17 mínútum eftir rauða spjaldið náði Van de Ven í lausan boltann inn á teignum og skaut honum í netið og innsiglaði sigur Tottenham.

Frábær byrjun hjá Thomas Frank undir stjórn Tottenham en liðið er með níu stig eftir fjórar umferðir en Graham Potter er undir mikilli pressu. West Ham hefur aðeins náð í þrjú stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
2 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
3 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 7 1 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
9 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
11 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
13 Brentford 4 1 1 2 3 5 -2 4
14 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
15 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
16 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
17 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner