Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dagný á von á sínu þriðja barni
Kvenaboltinn
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir kvaddi West Ham United þegar samningur hennar rann út í sumar, eftir fjögur ár hjá félaginu.

Dagný var lykilleikmaður í liði Hamranna í efstu deild enska boltans og fékk fyrirliðabandið í hendurnar eftir eitt ár hjá félaginu.

Það voru uppi vangaveltur um hvert Dagný myndi halda næst eftir að samningurinn rann út og var hún meðal annars orðuð við félög á Íslandi, Englandi og Sádi-Arabíu.

Hún er þó ekki á leið aftur í atvinnumennsku á næstunni þar sem hún á von á þriðja barninu sínu. Þetta tilkynnti hún með myndbirtingu á Instagram í gærkvöldi.

Hún átti einn son þegar hún gekk til liðs við West Ham 2021 og missti af keppnistímabilinu 2023-24 þegar hún varð ólétt af öðrum syni sínum.

Það voru margir sem fylgdust með vegferð Dagnýjar í gegnum heimildarmynd sem var gerð um hvernig er að vera atvinnukona í fótbolta og ólétt móðir. Myndin heitir 'Ómarsson' og má finna á YouTube rás West Ham.

Dagný er 34 ára gömul og lék fyrir Selfoss, Portland Thorns, FC Bayern og Val á ferlinum eftir að hafa alist upp hjá KFR og Selfossi. Hún lék einnig fyrir Florida State Seminoles í bandaríska háskólaboltanum og var meðal bestu leikmanna í deildinni.



Athugasemdir
banner