Bernardo Silva var útnefndur fyrirliði Manchester City í sumar en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum.
João Noronha Lopes, sem er að berjast fyrir því að verða forseti Benfica, segist ætla að semja við portúgalska landsliðsmanninn. Silva ólst upp hjá Benfica og Bruno Lage, þjálfari liðsins, segir jafnframt að hann trúi því að Silva muni snúa aftur til félagsins.
João Noronha Lopes, sem er að berjast fyrir því að verða forseti Benfica, segist ætla að semja við portúgalska landsliðsmanninn. Silva ólst upp hjá Benfica og Bruno Lage, þjálfari liðsins, segir jafnframt að hann trúi því að Silva muni snúa aftur til félagsins.
„Ég get staðfest að það bíður samningur fyrir hann," sagði Noronha Lopes við A Bola.
„Hann er allt það sem ég vil hjá leikmanni Benfica, hann er með sigurhugarfar og er mikill aðdáandi félagsins. Ég get líka fullvissað ykkur um að við stoppum ekki bara á honum."
Lage segist ekki vilja blanda sér í pólitísk mál en hann býst við því að Silva verði fljótlega leikmaður félagsins, sama hver forsetinn verður.
Silva er orðinn 31 árs gamall en það er væntanlega ekki langt í að hann snúi aftur heim til Portúgals.
Athugasemdir