Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
   lau 13. september 2025 17:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var skemmtilegt, frábærar aðstæður fyrir fótbolta, alvöru tempó í leiknum og frábær mörk," sagði Hermann Hreiiðarsson, þjálfari HK, eftir sigur á Völsungi í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag.

HK var með 2-0 forystu í hálfleik en bæði mörkin komu eftir skot fyrir utan teig.

„Þessi mörk voru af dýrari gerðinni, ótrúlega sætt að sjá þessa bolta inni. Við vorum aðeins búnir að hóta þessu með fleiri skotum. Þetta setti stimpil á leikinn," sagði Hemmi.

Lestu um leikinn: Völsungur 0 -  4 HK

HK vann síðustu tvo leikina sína og tryggði sér 4. sætið í deildinni. Liðið mætir Þrótti í umspilinu.

„Þetta er búið að vera markmiðið í sumar allavega að landa sæti í þessu. Við vissum fyrir tveimur umferðum að við værum ekki að fara vinna deildina, það var alltaf markmiðið að komast í næsta skref og við erum komnir þangað," sagði Hemmi.

„Ég vil fyrst og fremst hrósa liðinu. Þeir voru ótrúlega sterkir í hausnum í þessum tveimur leikjum. Það var pressa á liðinu að komast alla leið. Maður verður að gefa þeim þvílíikt kredit fyrir frábæra leiki og viljann til að komast alla leið."
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner