Evrópska fótboltasambandið, UEFA, dæmdi Hansi Flick, stjóra Barcelona, í eins leiks bann í Meistaradeildinni fyrir hegðun sína í tapi liðsins gegn Inter í undanúrslitum á síðustu leiktíð.
Spænski miðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að Barcelona hafi áfrýjað dómnum og það bar árangur.
Flick verður ekki í banni í fyrsta leik liðsins sem fram fer á St. James' Park gegn Newcastle næstkomandi fimmtudag. Hann mun hins vegar þurfa að borga 20 þúsund evrur í sekt.
Flick fékk eins árs skilorðsbundinn dóm sem þýðir að ef hann brýtur af sér á einhvern hátt næsta árið fer hann í bann. Marcus Sorg, aðstoðarmaður Flick, er einnig á skilorði.
Athugasemdir