
Þór tryggði sig í deild þeirra bestu á AVIS-vellinum í dag eftir 1-2 sigur á Þrótti. Þetta var sannur úrslitaleikur um sæti í Bestu deild karla og voru það Þórsarar sem sóttu þennan sigur en Þróttur þarf að sætta sig við umspilið. Þór lenti í 10. sæti á síðasta tímabili og má því segja að bætingin milli ára sé ásættanleg.
„Ég meina síðasta tímabil var bar mjög mikil vonbrigði og ekki bara hjá mér heldur öllu liðinu. Ég settist bara niður með Sigga og stjórninni og það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp og hér erum við í dag," sagði Aron Ingi Magnússon, leikmaður Þórs, eftir leik.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 2 Þór
Aron Ingi Magnússon hefur glímt við meiðsli og var jafnvel óvíst hvort hann tæki þátt í úrslitaleiknum en hann endaði á því að leika 65 mínútur í leiknum.
„Já, ég meina það eru örugglega allir í liðinu búnir að meiðast. Ég er búinn að vera svolítið mikið meiddur bara allt tímabilið, þannig að þetta er bara extra sætt."
Þór eru þá aftur komnir upp í Bestu deild karla eftir 11 ára fjarveru og aðspurður hvernig væri að vera Þórsari voru skilaboðin einföld.
„Það er bara besta tilfinning í heimi. Geðveikt."
Viðtalið má nálgast í heild sinni í spilaranum að ofan.