Íslenski landsliðsmaðurinn Brynjólfur Willumsson er leikmaður mánaðarins í hollensku úrvalsdeildinni en hann fór virkilega vel af stað með Groningen í ágúst.
Groningen er með sex stig eftiir fjórar umferðir en Brynjólfur skoraði fimm af níu mörkum liðsins.
Brynjólfur gekk til liðs við Groningen frá Kristiansund í Noregi síðasta sumar. Hann hefur þegar skorað fleiri mörk en á öllu síðasta tímabili þar sem hann spilaði 29 leiki í deildinni og skoraði fjögur mörk.
Hann var leikmaður umferðarinnar í síðustu umferð þegar hann skoraði tvennu í 4-0 sigri gegn Heracles.
Hann var í íslenska landsliðshópnum sem vann Aserbaísjan og tapaði naumlega gegn Frakklandi á dögunum. Hann kom inn á sem varamaður gegn Aserbaísjan en var ónotaður varamaður gegn Frakklandi.
Willumsson = Eerste Speler van de Maand 2025/‘26 ???? pic.twitter.com/JNW7NFJgP2
— VriendenLoterij Eredivisie (@eredivisie) September 12, 2025
Athugasemdir