Það gengur ekkert hjá stjörnum prýddu liði Inter Miami þessa dagana en liðið tapaði gegn Charlotte í bandarísku MLS deildinni í nótt.
Idan Toklomati skoraði þrennu í 3-0 sigri Charlotte. Hann skoraði fyrsta markið á 34. mínútu en tveimur mínútum áður fékk Lionel Messi gullið tækifæri til að koma Miami liðinu yfir.
Hann tók vítaspyrnu en vippaði beint á markið og markvörður Charlotte átti ekki í miklum vandræðum með að verja. Jordi Alba, Rodrigo De Paul og Sergio Busquets voru einnig í liði Miami en Luis Suarez er í leikbanni.
Þetta tap kemur á eftir tapi gegn Seattle Sounders í bikarúrslitum.
Thomas Muller skoraði þrennu í 7-0 sigri Vancouver Whitecaps gegn Philadelphia Union. Rob Holding var í byrjunarliði Colorado Rapids í 2-1 sigri gegn Houston Dynamo. Heung-min Son kom LAFC á bragðið í 4-2 sigri gegn San Jose Earthquakes.
Dagur Dan Þórhallsson kom inn á í blálokin þegar Orlando City gerði 1-1 jafntefli gegn DC United. Orlando er í 6. sæti Austurdeildar með 48 stig eftir 29 umferðir.
Kristijan Kahlina (Charlotte) saves panenka penalty against Lionel Messi 32'
byu/Delmer9713 insoccer
Athugasemdir