Viktor Gyökeres var í sumar keyptur til Arsenal frá Sporting Lissabon fyrir allt að 63,5 milljónir punda. Hann hafði raðað inn mörkum með Sporting en það er ekki hægt að segja að hann hafi verið ýkja sannfærandi það sem af er þessu tímabili þó hann hafi skorað þrjú mörk í tveimur leikjum.
Bæði mörkin hans komu gegn slöku liði Leeds en hann var arfaslakur gegn bæði Manchester United og Liverpool. Hann þarf allavega að sýna meira.
Bæði mörkin hans komu gegn slöku liði Leeds en hann var arfaslakur gegn bæði Manchester United og Liverpool. Hann þarf allavega að sýna meira.
„Viktor Einar Gyökeres virkaði tíu kílóum of þungur," sagði Magnús Haukur Harðarson þegar rætt var um leik Liverpool og Arsenal í Enski boltinn hlaðvarpinu núna á dögunum.
„Ég ætla að nafngreina Alexander Már Þorláksson, Arsenal mann og mikinn speking, sem kallaði eftir því að Gyökeres færi á Ozempic," sagði Baldvin Már Borgarsson léttur.
Gyökeres spilaði í landsleikjahléinu með Svíþjóð og var ekki að heilla með frammistöðu sinni þar.
„Ef ég væri Arsenal maður þá væri ég sáttur með varnarleik liðsins en fram á við vantar svolítið mikið upp á," sagði Magnús Haukur en Gyökeres verður í eldlínunni með Arsenal í hádeginu á morgun þegar liðið mætir Nottingham Forest.
Athugasemdir