
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Angel City í bandarísku deildinni í dag.
Liðið heimsótti North Carolina Courage en heimakonur voru með 2-0 forystu í hálfleik.
Liðið heimsótti North Carolina Courage en heimakonur voru með 2-0 forystu í hálfleik.
Sveindís klóraði í bakkann undir lokin þegar hún batt endahnútinn á góða sókn. Nær komust leikmenn Angel City ekki og annað tap liðsins í röð staðreynd.
Þetta var sjöundi leikur Sveindísar fyrir liðið en hún er búinn að leggja upp eitt mark. Angel City er með 23 stig í 11. sæti eftir tuttugu umferðir.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli Bröndby gegn Nordsjælland í dönsku deildinni. Bröndby er með sex stig eftir fimm umferðir í 5. sæti.
The build up? Gorgeous. The one touch shot? Incredible ????
— Attacking Third (@AttackingThird) September 13, 2025
Svendís Jónsdóttir opens her @NWSL account to pull one back for Angel City ???? pic.twitter.com/QPKxtePNdl
Athugasemdir