Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 13. september 2025 19:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Sveindís opnaði markareikninginn í Bandaríkjunum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Angel City í bandarísku deildinni í dag.

Liðið heimsótti North Carolina Courage en heimakonur voru með 2-0 forystu í hálfleik.

Sveindís klóraði í bakkann undir lokin þegar hún batt endahnútinn á góða sókn. Nær komust leikmenn Angel City ekki og annað tap liðsins í röð staðreynd.

Þetta var sjöundi leikur Sveindísar fyrir liðið en hún er búinn að leggja upp eitt mark. Angel City er með 23 stig í 11. sæti eftir tuttugu umferðir.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli Bröndby gegn Nordsjælland í dönsku deildinni. Bröndby er með sex stig eftir fimm umferðir í 5. sæti.


Athugasemdir
banner