Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 13. september 2025 20:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Ótrúleg dramatík í jafntefli Brentford og Chelsea
Mynd: EPA
Brentford 2 - 2 Chelsea
1-0 Kevin Schade ('35 )
1-1 Cole Palmer ('61 )
1-2 Moises Caicedo ('85 )
2-2 Fabio Carvalho ('90 )

Það var dramatík þegar Brentford og Chelsea skildu jöfn í síðasta leik dagsins í úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikurinn byrjaði rólega en eftir 35 mínútna leik brutu Brentford ísinn. Jordan Henderson átti frábæra sendingu fram völlinn á Kevin Schade sem komst í gegn og skoraði örugglega framhjá Robert Sanchez.

Chelsea fékk sitt besta færi í fyrri hálfleik undir lokin þegar Caoimhin Kelleher varði vel frá Enzo Fernandez.

Cole Palmer er búinn að jafna sig af meiðslum en hann kom inn á snemma í seinni hálfleik. Hann var ekki lengi að stimpla sig inn, fimm mínútum eftir að hann kom inn á skallaði Joao Pedro boltanum fyrir fætur Palmer sem skoraði og jafnaði metin fyrir Chelsea.

Alejandro Garnacho kom inn á þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma í sínum fyrsta leik fyrir Chelsea. Hann átti sendingu fyrir en Brentford kom boltanum frá.

Boltinn fór beint til Moises Caicedo sem negldi boltanum í netið og kom Chelsea yfir.

Fabio Carvalho kom inn á lokamínútu venjulegs leiktíma. Sex mínútum var bætt við og í uppbótatímanum skoraði Carvalho eftir langt innkast og tryggði Brentford dramatískt jafntefli.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
2 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
3 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
9 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
11 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
15 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
16 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
17 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir