Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, fór meiddur af velli eftir tæpar tuttugu mínútur í leik liðsins gegn Nottingham Forest á Emirates-leikvanginum í dag.
Norðmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli í byrjun leiktíðar og byrjaði meðal annars á bekknum í síðasta deildarleik áður en hann fór í landsliðsverkefni með Noregi.
Hann var klár í að byrja í dag en meiddist eftir tæpar tíu mínútur er hann var straujaður af Morgan Gibbs-White rétt fyrir utan teig Forest-manna.
Ödegaard var sárþjáður og þurfi síðan á endanum að fara af velli, en Ethan Nwaneri kom inn í hans stað.
Slæmar fréttir fyrir Arsenal sem er þegar án William Saliba, Bukayo Saka, Kai Havertz, Gabriel Jesus og Christian Norgaard.
The moment Odegaard was injured pic.twitter.com/3CvYwtKnKf
— ???????????????? (@CR_74_) September 13, 2025
Athugasemdir