Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   lau 13. september 2025 11:53
Brynjar Ingi Erluson
Meiðslavandræði Arsenal halda áfram - Fyrirliðinn farinn af velli
Mynd: EPA
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, fór meiddur af velli eftir tæpar tuttugu mínútur í leik liðsins gegn Nottingham Forest á Emirates-leikvanginum í dag.

Norðmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli í byrjun leiktíðar og byrjaði meðal annars á bekknum í síðasta deildarleik áður en hann fór í landsliðsverkefni með Noregi.

Hann var klár í að byrja í dag en meiddist eftir tæpar tíu mínútur er hann var straujaður af Morgan Gibbs-White rétt fyrir utan teig Forest-manna.

Ödegaard var sárþjáður og þurfi síðan á endanum að fara af velli, en Ethan Nwaneri kom inn í hans stað.

Slæmar fréttir fyrir Arsenal sem er þegar án William Saliba, Bukayo Saka, Kai Havertz, Gabriel Jesus og Christian Norgaard.


Athugasemdir
banner