Aron Einar Gunnarsson dró sig úr landsliðshópnum fyrir leikina gegn Aserbaísjan og Frakklandi á dögunum vegna meiðsla. Hann er kominn aftur af stað en hann kom við sögu í sigri Al-Gharafa í dag.
Aron kom inn á 81. mínútu í 2-0 sigri gegn Al Sailiya í deildinni í Katar. Al-Gharafa er með níu stig eftir fjórar umferðir í 3. sæti.
Aron kom inn á 81. mínútu í 2-0 sigri gegn Al Sailiya í deildinni í Katar. Al-Gharafa er með níu stig eftir fjórar umferðir í 3. sæti.
Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðasta hálftímann í 2-1 sigri Al Dhafra gegn Dibba Al Fujairah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Al Dhafra er með sex stig eftir þrjár umferðir.
Rúnar Þór Sigurgeirsson kom inn á fyrir Daníel Leó Grétarsson í 1-0 tapi Sönderjyske gegn Randers í efstu deild í Danmörku. Sönderjyske er með tíu stig eftir átta umferðir í 5. sæti. Ólafur Dan Hjaltason kom inn á undir lokin þegar Aarhus Fremad vann 3-1 gegn B.93 í næst efstu deild. Fremad er með 12 stig eftir 9 umferðir í 6. sæti.
Adam Ingi Benediktsson og Ægir Jarl Jónasson voru í byrjunarliði AB Kaupmannahafnar í 4-1 tapi gegn Roskilde í C deildinni. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari liðsins. AB er í 5. sæti með 12 stig eftir sjö umferðir.
Gísli Gottskálk Þórðarson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu í 2-1 tapi Lech Poznan gegn Zaglebie í pólsku deildinni. Lech er með tíu stig eftir sex umferðir. Oliver Stefánsson var í byrjunarliði Tychy í 2-1 tapi gegn Polonia Bytom í næst efstu deild í Póllandi. Tychy er með 11 stig eftir níu umferðir.
Danijel Dejan Djuric spilaði síðustu tíu mínúturnar í 2-1 tapi Istra 1961 gegn Slaven Belupo í króatísku deildinni. Logi Hrafn Róbertsson var ónotaður varamaður. Istra er með fimm stig eftir sex umferðir í 8. sæti.
Athugasemdir